Hin mörgu andlit Evu

Veturinn og vorið 2001 var óvenju viðburðarrikt í lífi listakonunar Kristinar Guðjónsdóttur. En ekki eins hún hefði viljað. Varla var nýtt ár hafið er eins árs dóttir hennar stakk fingri svo illa í annað auga hennar að hornhimna skaddaðist og hún varð að fara upp á spitala með verstu verki er hún hafði nokkru sinni upplifað. Þegar hún fór að geta hugsað um eitthvað annað en sársauka og líta í kringum sig sá hún að Duke Eye Center í Durham í Norður-Karólínu var með myndarlegasta gallery fyrir sjónskerta jafnt sem sjáandi og ákvað að komast að því hvort hún gæti ef til vill sýnt verk sín þarna.

Þegar leið á vorið uppgötvaði hún sér til hryllings að eitthvað var að í öðru brjóstinu. Hún var nýlega hætt að mjólka yngra barninu og bjóst við að brjóstin færu í fyrra form en en annað brjóstið var helaumt og með eins og hnút er ertist ef ærslabelgir hennar komu óvart við staðinn. Læknisrannsókn leiddi í ljós illkynja æxli í brjóstinu. það þurfti að taka það og hluti var einnig tekinn af hinu brjóstinu.

Hvernig tengjast meiðsl á auga og illkynja æxli í brjósti. Kristin hafði aldrei hugað mikið að eigin barmi en nú skyndilega snerist allt lif hennar um þennan part á likamanum. Hún fór að rifja upp það sem hún hafði heyrt og lesið um brjóstakrabba og las auk þess bækur um reynslu kvenna af þessum erfiða sjúkdómi.

Þar sem hún er listamaður og hugsar því myndrænt urðu ofarlega í huga hennar hlutir eins og brjóstabúningur Madonnu og bíómynd er hún sá sem unglingur er sýndi "amazonur" með brynjuð brjóst. Bækurnar sem hún las voru ýmist um að fara í strið við krabbann eða lita á hann sem þroskandi lífsreynslu.

Kristin ákvað að búa til tvær raðir af kónlaga veggverkum 16 verk hvora röð, er tjáðu þessa tvískiptu sýn kvenna á krabbanum. Sér til hjálpar notar Kristin svart-hvitu bíómyndina "The Many Faces of Eve". Myndin fallaði um konu (Evu White) er átti að hafa greinst með klofinn persónuleika (Evu Black og Evu White) en í lok myndarinnar nær þessi kona að mynda heilsteypta persónu (Jane).

Kristínu fannst tilvalið að nota sér Þa sérstöðu að galleríið er innan virts spitalakerfis til að koma að útfærslu sinni á þeirri tvenns konar afstöðu kvenna i Bandaríkjunum til brjostakrabba. Hún áformaði að setja upp tvær kónlaga raðir, aðra ljósa, hina dökka hvorum megin við inngang augnsetursins, Evu White hægra megin en Evu Black hinum megin. Þeir sem gengju út yrðu þar með Jane eða hin stabíla Eva er hefði fengið bót meina sinna.

Kristín beinir verkum sínum að félags- og umhverfismálum og gerir það meðal annars með því að vinna svo til eingöngu úr gömlum nytjahlutum eða endurnýtanlegum efnum.

Verkin á sýningunni eru úr reykbrenndum leir og steyptu gleri, 99% endurunnu efni.

Sýningin stendur til ágústloka, hana má sjá á netinu á heimasíðu Kristínar, www.art.net/stina